Hart tekist á um Phantomþotu sem herinn skildi eftir á Keflavíkurflugvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Phantom þotan við höfuöstöðar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. vísir/atli Áform Flugakademíu Keilis um að setja upp bandaríska orrustuþotu við höfuðstöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli vekja hörð viðbrögð í hópi áhugamanna um flugminjar sem óttast að þotan þoli ekki geymslu utandyra. „Allir hlutir sem eru úr járni og áli og standa úti tærast og eyðileggjast. Við þurfum ekki kjána sem halda öðru fram,“ segir Tómas J. Knútsson vélvirkjameistari sem í sjö ár sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness ehf. og lét þar sig herminjar af Keflavíkurflugvelli miklu varða.Tómas J. Knútsson.Um er að ræða skel af Phantomþotu sem stóð á stöpli utan við skrifstofu æðsta yfirmanns Bandaríkjahers á flugvellinum. Eftir að herinn fór segir Tómas áhugamenn um varðveislu þotunnar hafa komið henni fyrir í geymslu í flugskýli á svæðinu. „Ef það á að varðveita þessa vél þá á að gera það innandyra en ekki nota hana sem auglýsingu utandyra. Þessi vél verður að vera í umsjón safns en um það hefur ríkt áhugaleysi,“ segir Tómas. Í sama streng tekur Hinrik Steinsson, sem einnig sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness um árabil. Hinrik segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis, hafa leitað samþykkis síns árið 2013 fyrir áformunum og lofað að þotunni yrði haldið í toppstandi. „Ég svaraði honum að þetta væri heimskuleg hugmynd sem myndi eyðileggja vélina, því hún væri nú þegar orðin talsvert tærð,“ segist Hinrik hafa svarað. „Núna er staðan sú að Hjálmar er búinn að fara bakleiðir til að þröngva þessu í gegn, þótt búið sé að segja honum að þetta skemmi vélina. Hann er ekki galdramaður sem getur komið í veg fyrir náttúrulögmál.“Hjálmar Árnason.mynd/keilirÞá segir Hinrik um að ræða brot á samningi um varðveislu þotunnar en Hjálmar, sem reyndar er einn þeirra sem stóðu að stofnun Flug- og sögusetursins, hafnar því. Flugsafn bandaríska flughersins hafi gefið Keili leyfi fyrir fyrirhugaðri uppsetningu að fenginni úttekt á ástandi þotunnar. „Þotan er búin að vera í óupphituðu skýli og það fer mjög illa með hana, hún er farin að láta á sjá. Við viljum einfaldlega setja vélina á stöpul aftur svo fólk geti dáðst að henni enda eru þessar vélar gerðar til að vera undir beru lofti,“ segir Hjálmar. Það verði síðan flugvirkjadeild Keilis sem annist þotuna með reglulegu eftirliti og viðhaldi. „Þotan á að vera eins og tákn um söguna og líka um þá starfsemi sem fer fram á og við flugvöllinn,“ segir Hjálmar og gefur lítið fyrir þá gagnrýni að nota eigi þotuna sem auglýsingu fyrir Keili. „Fólk má túlka það eins og það vill en við ætlum að setja hana hér við fjölförnustu gatnamótin sem allir sem leið eiga um völlinn fara um. Þetta er skemmtilegt fyrir svæðið í heild.“Þessi mynd sýnir tæringu í Phantomþotunni árið 2007, fjórum árum eftir að hún var tekin í gegn af Bandaríkjaher.Mynd/Hinrik Steinsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Áform Flugakademíu Keilis um að setja upp bandaríska orrustuþotu við höfuðstöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli vekja hörð viðbrögð í hópi áhugamanna um flugminjar sem óttast að þotan þoli ekki geymslu utandyra. „Allir hlutir sem eru úr járni og áli og standa úti tærast og eyðileggjast. Við þurfum ekki kjána sem halda öðru fram,“ segir Tómas J. Knútsson vélvirkjameistari sem í sjö ár sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness ehf. og lét þar sig herminjar af Keflavíkurflugvelli miklu varða.Tómas J. Knútsson.Um er að ræða skel af Phantomþotu sem stóð á stöpli utan við skrifstofu æðsta yfirmanns Bandaríkjahers á flugvellinum. Eftir að herinn fór segir Tómas áhugamenn um varðveislu þotunnar hafa komið henni fyrir í geymslu í flugskýli á svæðinu. „Ef það á að varðveita þessa vél þá á að gera það innandyra en ekki nota hana sem auglýsingu utandyra. Þessi vél verður að vera í umsjón safns en um það hefur ríkt áhugaleysi,“ segir Tómas. Í sama streng tekur Hinrik Steinsson, sem einnig sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness um árabil. Hinrik segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis, hafa leitað samþykkis síns árið 2013 fyrir áformunum og lofað að þotunni yrði haldið í toppstandi. „Ég svaraði honum að þetta væri heimskuleg hugmynd sem myndi eyðileggja vélina, því hún væri nú þegar orðin talsvert tærð,“ segist Hinrik hafa svarað. „Núna er staðan sú að Hjálmar er búinn að fara bakleiðir til að þröngva þessu í gegn, þótt búið sé að segja honum að þetta skemmi vélina. Hann er ekki galdramaður sem getur komið í veg fyrir náttúrulögmál.“Hjálmar Árnason.mynd/keilirÞá segir Hinrik um að ræða brot á samningi um varðveislu þotunnar en Hjálmar, sem reyndar er einn þeirra sem stóðu að stofnun Flug- og sögusetursins, hafnar því. Flugsafn bandaríska flughersins hafi gefið Keili leyfi fyrir fyrirhugaðri uppsetningu að fenginni úttekt á ástandi þotunnar. „Þotan er búin að vera í óupphituðu skýli og það fer mjög illa með hana, hún er farin að láta á sjá. Við viljum einfaldlega setja vélina á stöpul aftur svo fólk geti dáðst að henni enda eru þessar vélar gerðar til að vera undir beru lofti,“ segir Hjálmar. Það verði síðan flugvirkjadeild Keilis sem annist þotuna með reglulegu eftirliti og viðhaldi. „Þotan á að vera eins og tákn um söguna og líka um þá starfsemi sem fer fram á og við flugvöllinn,“ segir Hjálmar og gefur lítið fyrir þá gagnrýni að nota eigi þotuna sem auglýsingu fyrir Keili. „Fólk má túlka það eins og það vill en við ætlum að setja hana hér við fjölförnustu gatnamótin sem allir sem leið eiga um völlinn fara um. Þetta er skemmtilegt fyrir svæðið í heild.“Þessi mynd sýnir tæringu í Phantomþotunni árið 2007, fjórum árum eftir að hún var tekin í gegn af Bandaríkjaher.Mynd/Hinrik Steinsson
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira