Hart tekist á um Phantomþotu sem herinn skildi eftir á Keflavíkurflugvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Phantom þotan við höfuöstöðar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. vísir/atli Áform Flugakademíu Keilis um að setja upp bandaríska orrustuþotu við höfuðstöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli vekja hörð viðbrögð í hópi áhugamanna um flugminjar sem óttast að þotan þoli ekki geymslu utandyra. „Allir hlutir sem eru úr járni og áli og standa úti tærast og eyðileggjast. Við þurfum ekki kjána sem halda öðru fram,“ segir Tómas J. Knútsson vélvirkjameistari sem í sjö ár sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness ehf. og lét þar sig herminjar af Keflavíkurflugvelli miklu varða.Tómas J. Knútsson.Um er að ræða skel af Phantomþotu sem stóð á stöpli utan við skrifstofu æðsta yfirmanns Bandaríkjahers á flugvellinum. Eftir að herinn fór segir Tómas áhugamenn um varðveislu þotunnar hafa komið henni fyrir í geymslu í flugskýli á svæðinu. „Ef það á að varðveita þessa vél þá á að gera það innandyra en ekki nota hana sem auglýsingu utandyra. Þessi vél verður að vera í umsjón safns en um það hefur ríkt áhugaleysi,“ segir Tómas. Í sama streng tekur Hinrik Steinsson, sem einnig sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness um árabil. Hinrik segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis, hafa leitað samþykkis síns árið 2013 fyrir áformunum og lofað að þotunni yrði haldið í toppstandi. „Ég svaraði honum að þetta væri heimskuleg hugmynd sem myndi eyðileggja vélina, því hún væri nú þegar orðin talsvert tærð,“ segist Hinrik hafa svarað. „Núna er staðan sú að Hjálmar er búinn að fara bakleiðir til að þröngva þessu í gegn, þótt búið sé að segja honum að þetta skemmi vélina. Hann er ekki galdramaður sem getur komið í veg fyrir náttúrulögmál.“Hjálmar Árnason.mynd/keilirÞá segir Hinrik um að ræða brot á samningi um varðveislu þotunnar en Hjálmar, sem reyndar er einn þeirra sem stóðu að stofnun Flug- og sögusetursins, hafnar því. Flugsafn bandaríska flughersins hafi gefið Keili leyfi fyrir fyrirhugaðri uppsetningu að fenginni úttekt á ástandi þotunnar. „Þotan er búin að vera í óupphituðu skýli og það fer mjög illa með hana, hún er farin að láta á sjá. Við viljum einfaldlega setja vélina á stöpul aftur svo fólk geti dáðst að henni enda eru þessar vélar gerðar til að vera undir beru lofti,“ segir Hjálmar. Það verði síðan flugvirkjadeild Keilis sem annist þotuna með reglulegu eftirliti og viðhaldi. „Þotan á að vera eins og tákn um söguna og líka um þá starfsemi sem fer fram á og við flugvöllinn,“ segir Hjálmar og gefur lítið fyrir þá gagnrýni að nota eigi þotuna sem auglýsingu fyrir Keili. „Fólk má túlka það eins og það vill en við ætlum að setja hana hér við fjölförnustu gatnamótin sem allir sem leið eiga um völlinn fara um. Þetta er skemmtilegt fyrir svæðið í heild.“Þessi mynd sýnir tæringu í Phantomþotunni árið 2007, fjórum árum eftir að hún var tekin í gegn af Bandaríkjaher.Mynd/Hinrik Steinsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Áform Flugakademíu Keilis um að setja upp bandaríska orrustuþotu við höfuðstöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli vekja hörð viðbrögð í hópi áhugamanna um flugminjar sem óttast að þotan þoli ekki geymslu utandyra. „Allir hlutir sem eru úr járni og áli og standa úti tærast og eyðileggjast. Við þurfum ekki kjána sem halda öðru fram,“ segir Tómas J. Knútsson vélvirkjameistari sem í sjö ár sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness ehf. og lét þar sig herminjar af Keflavíkurflugvelli miklu varða.Tómas J. Knútsson.Um er að ræða skel af Phantomþotu sem stóð á stöpli utan við skrifstofu æðsta yfirmanns Bandaríkjahers á flugvellinum. Eftir að herinn fór segir Tómas áhugamenn um varðveislu þotunnar hafa komið henni fyrir í geymslu í flugskýli á svæðinu. „Ef það á að varðveita þessa vél þá á að gera það innandyra en ekki nota hana sem auglýsingu utandyra. Þessi vél verður að vera í umsjón safns en um það hefur ríkt áhugaleysi,“ segir Tómas. Í sama streng tekur Hinrik Steinsson, sem einnig sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness um árabil. Hinrik segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis, hafa leitað samþykkis síns árið 2013 fyrir áformunum og lofað að þotunni yrði haldið í toppstandi. „Ég svaraði honum að þetta væri heimskuleg hugmynd sem myndi eyðileggja vélina, því hún væri nú þegar orðin talsvert tærð,“ segist Hinrik hafa svarað. „Núna er staðan sú að Hjálmar er búinn að fara bakleiðir til að þröngva þessu í gegn, þótt búið sé að segja honum að þetta skemmi vélina. Hann er ekki galdramaður sem getur komið í veg fyrir náttúrulögmál.“Hjálmar Árnason.mynd/keilirÞá segir Hinrik um að ræða brot á samningi um varðveislu þotunnar en Hjálmar, sem reyndar er einn þeirra sem stóðu að stofnun Flug- og sögusetursins, hafnar því. Flugsafn bandaríska flughersins hafi gefið Keili leyfi fyrir fyrirhugaðri uppsetningu að fenginni úttekt á ástandi þotunnar. „Þotan er búin að vera í óupphituðu skýli og það fer mjög illa með hana, hún er farin að láta á sjá. Við viljum einfaldlega setja vélina á stöpul aftur svo fólk geti dáðst að henni enda eru þessar vélar gerðar til að vera undir beru lofti,“ segir Hjálmar. Það verði síðan flugvirkjadeild Keilis sem annist þotuna með reglulegu eftirliti og viðhaldi. „Þotan á að vera eins og tákn um söguna og líka um þá starfsemi sem fer fram á og við flugvöllinn,“ segir Hjálmar og gefur lítið fyrir þá gagnrýni að nota eigi þotuna sem auglýsingu fyrir Keili. „Fólk má túlka það eins og það vill en við ætlum að setja hana hér við fjölförnustu gatnamótin sem allir sem leið eiga um völlinn fara um. Þetta er skemmtilegt fyrir svæðið í heild.“Þessi mynd sýnir tæringu í Phantomþotunni árið 2007, fjórum árum eftir að hún var tekin í gegn af Bandaríkjaher.Mynd/Hinrik Steinsson
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira