Enski boltinn

Crystal Palace vonast til að vinna kapphlaupið um Marco Silva

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marco Silva er eftirsóttur.
Marco Silva er eftirsóttur. vísir/getty
Crystal Palace vonast til að fá Marco Silva til að taka við liðinu. Palace er í stjóraleit eftir að Sam Allardyce sagði upp í gær eftir aðeins fimm mánuði í starfi.

Silva er einn eftirsóttasti stjórinn á markaðinum en hann þótt gera góða hluti eftir að hann tók við Hull í byrjun árs. Portúgalanum tókst þó ekki að bjarga Hull frá falli.

Silva hefur átt í viðræðum við Porto undanfarna daga og samkvæmt heimildum The Guardian hefur hann náð munnlegu samkomulagi um að taka við portúgalska liðinu.

Palace vonast þó til að geta lokkað Silva til félagsins en hann hefur sagt að hann hafi áhuga á að þjálfa áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Chris Coleman, Claudio Ranieri, Martin O'Neill og Roberto Mancini hafa einnig verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Palace sem endaði í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×