Innlent

Slys þegar öndum var hleypt yfir götuna við Vesturlandsveg

Atli Ísleifsson skrifar
Skömmu fyrir klukkan 15 var tilkynnt um eignaspjöll á bíl í hverfi Kópavogi.
Skömmu fyrir klukkan 15 var tilkynnt um eignaspjöll á bíl í hverfi Kópavogi. vísir/eyþór
Umferðarslys varð á mótum Vesturlandsvegar og Víkurvegar þegar ökumenn höfðu stöðvað þar bíla sína skömmu eftir klukkan 14 í dag.

Í dagbók lögreglu segir að ökumenn tveggja bíla, hvor á eftir annarri, hafi stöðvað fyrir hópi anda þegar þriðju bifreiðinni var ekið aftan á aftari bifreiðina með þeim afleiðingum að hún kastaðist á þá fremri. Segir að um hafi verið að ræða minni háttar meiðsl en að einhverjar skemmdir hafi orðið á bílunum.

Í dagbók lögreglu segir jafnframt að um hálf eitt í dag hafi karlmaður verið handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis í hverfi 105. Hafi hann verið fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku og var hann frjáls ferða sinna að henni lokinni.

Skömmu fyrir klukkan 15 var tilkynnt um eignaspjöll á bíl í hverfi Kópavogi.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna gruns um heimilisófrið í Árbæ um klukkan 13:30. „Var þar um að ræða ágreining á milli sambúðarfólks,“ segir í skýrslunni.

Loks segir að tilkynnt hafi verið um hnupl í matvöruverslun í hverfi 110 skömmu fyrir hádegi þar sem tvær unglingsstúlkur voru staðnar að verki. Var haft samband við foreldra þeirra vegna málsins enda stúlkurnar undir lögaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×