Enski boltinn

Annað áfall fyrir stuðningsmenn Hull City - Marco Silva hættur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kveðja Marco Silva eftir Tottenham-leikinn sem var hans síðasti með Hull-liðið.
Kveðja Marco Silva eftir Tottenham-leikinn sem var hans síðasti með Hull-liðið. Vísir7Getty
Aðeins níu dögum eftir að Hull City féll úr ensku úrvalsdeildinni urðu stuðningsmenn félagsins fyrir öðru áfalli.

Knattspyrnustjórinn Marco Silva hefur sagt starfi sínu lausu og verður því ekki áfram með liðið.

Marco Silva tók við liði Hull City af Mike Phelan í janúarmánuði en tókst ekki að bjarga því frá falli.

Hull vann 6 af 18 leikjum undir hans stjórn sem dugði ekki og liðið féll síðan endanlega eftir 4-0 tap á móti Crystal Palace 14. maí síðastliðinn.

 Marco Silva er 39 ára gamall Portúgali sem var gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnunum sem gerir þessar fréttir enn verri.

Hull City sendi breskum fjölmiðlum tilkynningu um brotthvarf  Marco Silva í kvöld þar sem félagið lýsti yfir vonbrigðum sínum en mikill áhugi var fyrir því að hann héldi áfram með liðið.

Nú verður að teljast líklegt að Marco Silva finni sér nýtt starf og hver veit nema að það verði hjá öðru liði í ensku úrvalsdeildinni.

Marco Silva hefur verið orðaður við Watford en hann var áður með lið Sporting Lissabon í Portúgal og Olympiakos í Grikklandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×