Erlent

Danir brjálaðir út af rauðri náttúru

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Hér má sjá listaverk Katharine Grosse.
Hér má sjá listaverk Katharine Grosse. Vísir/Tine Høisgaard Jørgensen
Listasafn í Árhúsum hefur fengið sérstak leyfi til að mála stóran hluta gróðurs í Højbjerg rauðan. Íbúar í Árhúsum hafa mótmælt þessu listaverki harðlega og telja að verið sé að eyðileggja náttúruna. Ein þeirra er Tine Høisgaard Jørgensen sem skrifaði harðorða færslu á Facebook síðu sinni um þessa nýju náttúrusýn.

Listaverkið er hluti af sýningu Aros listasafnsins sem ber heitið „The Garden - End of Times, Beginning of Times.“ Katharine Grosse er listamaðurinn sem stendur að baki verkinu en verkið er án titils. Málningin sem notast er við er akrílmálning og ber listasafnið fyrir sig að það hafi fengið tilskilin leyfi frá borgaryfirvöldum og lögreglunni, fyrir þessum listræna gjörningi. Markmiðið sé ekki að skaða umhverfið enda haldi náttúran áfram að vaxa þrátt fyrir þetta. 





Umræða um listaverkið hefur ekki einungis verið á Facebook en þingmenn hafa einnig látið sig málið varða. Alex Ahrendtsen, einn talsmaður menningarmála og meðlimur í Danska þjóðarflokknum, sagði að það giltu ekki sérstakar reglur eða lög um listamenn. Þeir verði einfaldlega að fara eftir lögum eins og aðrir ríkisborgarar. listamennirnir beri því persónulega ábyrgð ef þeir brjóta lögin.

Mogens Jensen talsmaður menningarmála hjá Jafnaðarmönnum segir þó að verkið hafi einmitt náð ætlunarverki sínu. Ekki sé um að ræða vilta náttúru heldur mannskapaða náttúru og umræður um verkið fái okkur til að skoða hvernig við umgöngumst náttúruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×