Erlent

Létust þegar óveður gekk yfir Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Óveðrið hefur haft áhrif á samgöngukerfi borgarinnar þar sem ferðir neðanjarðarlesta hafa raskast nokkuð.
Óveðrið hefur haft áhrif á samgöngukerfi borgarinnar þar sem ferðir neðanjarðarlesta hafa raskast nokkuð. Vísir/EPA
Fjölmargir eru látnir eftir að mikið óveður gekk yfir rússnesku höfuðborgina Moskvu í gær. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, greindi frá þessu í morgun.

Raflínur eyðilögðust og rifnuðu mörg hundruð tré upp með rótum í borginni þar sem um margir tugir manns þurftu að leita læknisaðstoðar.

Rússneskir fjölmiðlar segja að enn sé ekki ljóst um fjölda látinna, en að talið sé að þeir séu á milli sex og átta. Þannig hefur fjölmiðillinn TASS greint frá því að fimm manns hið minnsta hafi látið lífið eftir að hafa orðið undir trjám.

Óveðrið hefur haft áhrif á samgöngukerfi borgarinnar þar sem ferðir neðanjarðarlesta hafa raskast nokkuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×