Golf

Rory grét er Garcia vann Masters

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garcia og Rory eru hér hressir.
Garcia og Rory eru hér hressir. vísir/getty

Rory McIlroy var talsvert frá því að vinna Masters-mótið í golfi í ár en það stöðvaði hann ekki frá því að gleðjast með vini sínu, Sergio Garcia.

Eyðimerkurganga Garcia á risamótum er öllum golfáhugamönnum kunn og flestir, ef ekki allir, glöddust með Spánverjanum er hann náði loksins að vinna risamót.

Rory og Garcia eru miklir vinir og Norður-Írinn gladdist mikið með vini sínum.

„Ég grét er hann vann. Þetta var ótrúlegt,“ sagði McIlroy skælbrosandi.

„Ég sá hann í fyrsta skipti eftir þetta í brúðkaupinu mína. Ég gaf honum alvöru bjarnarknús og tjáði honum hvað mér þætti þetta magnað. Eftir allt sem á undan er gengið hjá honum. Að hann hafi svo náð að vinna á Augusta er stórkostlegt. Ég fæ gæsahúð að tala um það núna.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira