86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. maí 2017 15:32 Starfsmannafundur hjá HB Granda hófst klukkan 15:15 í dag. vísir/anton brink Starfsmönnum HB Granda á Akranesi var í dag tilkynnt um að 86 starfsmenn fyrirtækisins sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp. Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum uppi á Skaga. Frá þessu var greint á starfsmannafundi fyrirtækisins með Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra sem hófst um klukkan 15:15 í dag en er ólokið. Starfsmenn fyrirtækisins eru þó byrjaðir að yfirgefa fundinn. Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar vegna þessara breytinga segir að starfsmennirnir muni fá uppsagnarbréf um næstu mánaðamót. „Samtímis og jafnframt verður starfsfólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfsfólki sem þess óskar starf við hæfi. Starfsfólk sem ekki fær vinnu við hæfi býðst aðstoð við atvinnuleit á vegum HB Granda. HB Grandi mun hafa samráð við trúnaðarmenn og stéttarfélög þeirra,“ segir í tilkynningunni. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli Akraneskaupstaðar, HB Grand og Faxaflóahafna um nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn. Vonir stóðu til að þær viðræður myndu leiða til þess að ekki þyrfi að loka botnfiskvinnslunni á Akranesi en nú er komið í ljós að af því verður engu að síður. Í tilkynningu HB Granda segir að viðræðurnar hafi „nýst vel til gagnkvæmra upplýsinga og munu gagnast aðilum til framtíðar.“ Þá segir að auki að viðræðurnar muni halda áfram: „HB Grandi rekur eftir sem áður uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju og dótturfélögin Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Félagið mun leggja kraft í að efla þessar rekstrareiningar og fullvinnslu sjávarafurða á Akranesi. Forráðamenn Akraneskaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi. Einn liður í því er að fulltrúar Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum beiti sér fyrir því að ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:49. Brim Tengdar fréttir Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00 Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Starfsmönnum HB Granda á Akranesi var í dag tilkynnt um að 86 starfsmenn fyrirtækisins sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp. Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum uppi á Skaga. Frá þessu var greint á starfsmannafundi fyrirtækisins með Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra sem hófst um klukkan 15:15 í dag en er ólokið. Starfsmenn fyrirtækisins eru þó byrjaðir að yfirgefa fundinn. Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar vegna þessara breytinga segir að starfsmennirnir muni fá uppsagnarbréf um næstu mánaðamót. „Samtímis og jafnframt verður starfsfólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfsfólki sem þess óskar starf við hæfi. Starfsfólk sem ekki fær vinnu við hæfi býðst aðstoð við atvinnuleit á vegum HB Granda. HB Grandi mun hafa samráð við trúnaðarmenn og stéttarfélög þeirra,“ segir í tilkynningunni. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli Akraneskaupstaðar, HB Grand og Faxaflóahafna um nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn. Vonir stóðu til að þær viðræður myndu leiða til þess að ekki þyrfi að loka botnfiskvinnslunni á Akranesi en nú er komið í ljós að af því verður engu að síður. Í tilkynningu HB Granda segir að viðræðurnar hafi „nýst vel til gagnkvæmra upplýsinga og munu gagnast aðilum til framtíðar.“ Þá segir að auki að viðræðurnar muni halda áfram: „HB Grandi rekur eftir sem áður uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju og dótturfélögin Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Félagið mun leggja kraft í að efla þessar rekstrareiningar og fullvinnslu sjávarafurða á Akranesi. Forráðamenn Akraneskaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi. Einn liður í því er að fulltrúar Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum beiti sér fyrir því að ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:49.
Brim Tengdar fréttir Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00 Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28