Handbolti

Atli Ævar og félagar jöfnuðu metin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson er búinn að skora tvö mörk í einvíginu.
Atli Ævar Ingólfsson er búinn að skora tvö mörk í einvíginu. mynd/sävehof
Atli Ævar Ingólfsson og félagar hans í Sävehof jöfnuðu metin í rimmunni á móti Alingsås í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Sävehof vann fimm marka sigur á heimavelli, 28-23, en Alingsås, sem er með heimaleikjaréttinn í einvíginu, vann fyrsta leikinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið.

Atli Ævar var rólegur í markaskorun í kvöld en hann skoraði aðeins eitt mark úr einu skoti. Hann skoraði einnig eitt mark í fyrsta leiknum á útivelli.

Staðan er nú 1-1 í einvíginu en liðin mætast þriðja sinni á heimavelli Alingsås á sunnudaginn.

Í hinni undanúrslitarimmunni eru Svíþjóðarmeistarar IFK Kristianstad 1-0 yfir á móti Ystads eftir öruggan sigur í gærkvöldi þar sem sex íslensk mörk voru skoruð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×