Mestu gatnaframkvæmdir sögunnar í borginni í sumar Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 20:00 Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira