Enski boltinn

Gylfi á eitt af bestu mörkunum sem hafa verið skoruð á White Hart Lane | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi skorar markið glæsilega gegn Hull.
Gylfi skorar markið glæsilega gegn Hull. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson á eitt af bestu mörkunum sem skoruð hafa verið á White Hart Lane, sem hefur verið heimavöllur Tottenham frá árinu 1899.

Spurs leikur sinn síðasta leik á White Hart Lane þegar liðið tekur á móti Manchester United á morgun. Tottenham flytur sem kunnugt er á nýjan heimavöll á þarnæsta tímabili.

Í tilefni af þessum tímamótum valdi Dan Kilpatrick, sem skrifar um Tottenham fyrir ESPN, bestu mörkin sem skoruð hafa verið á White Hart Lane.

Mark Gylfa í deildabikarleik gegn Hull City í október 2013 er í 8. sæti hjá Kilpatrick.

Íslenski landsliðsmaðurinn tók þá boltann skemmtilega framhjá tveimur varnarmönnum Hull og lét svo vaða af rúmlega 30 metra færi. Gylfi smellhitti boltann sem söng í netinu. Markið má sjá hér að neðan ásamt viðtali við Gylfa eftir leikinn.

Að mati Kilpatrick skoraði Glenn Hoddle besta markið á White Hart Lane, gegn Manchester United í deildabikarnum í ágúst 1979.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×