Lífið

Svona kusu Íslendingar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þegar stigin höfðu öll verið talin litu lokaniðurstöðurnar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2017 svona út.
Þegar stigin höfðu öll verið talin litu lokaniðurstöðurnar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2017 svona út. Vísir/Skjáskot
Portúgal sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni.

Þjóðin gaf svo Belgíu 10 stig, Svíþjóð 8 stig, Ítalíu 7 stig, Moldavíu 6 stig, Rúmeníu 5 stig, Búlgaríu 4 stig, Póllandi 3 stig, Ungverjalandi 2 stig og Noregi 1 stig.

Í íslensku dómnefndinni sátu þau Helga Möller, Pétur Örn Guðmundsson, Stefanía Svavarsdóttir, Kristján Viðar Haraldsson og Hildur Guðný Þórhallsdóttir. Stig nefndarinnar, sem Björgvin Halldórsson kynnti við góðan orðstír, röðuðust á þá leið að Ástralía fékk 10 stig, Svíþjóð 8 stig, Bretlandi 7 stig, Búlgaría 6 stig, Ítalía 5 stig, Ungverjaland 4 stig, Danmörk 3 stig, Belgía 2 stig og Noregur 1 stig.

Þannig er ljóst að dómnefnd var ívið hrifnari af framlögum Ástrala og Bretlands, sem komust ekki á blað í símakosningu, en almenningur. Þá var íslenska þjóðin meira fyrir Belgíu, Moldavíu og Rúmeníu en fagmennirnir.


Tengdar fréttir

Portúgal vann Eurovision

Það var hinn portúgalski Salvador Sobral með lagið Amar Pelos Dois sem stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×