Væri hagur af fjölskyldumeðferð innan félagsþjónunnar Guðrún Birna Ólafsdóttir og Erna Stefánsdóttir skrifar 16. maí 2017 09:30 15. maí er alþjóðadagur fjölskyldunnar og af því tilefni er tilvalið að beina sjónum að mikilvægi fjölskyldumeðferðar en hún hefur ekki mikið verið í umræðunni. Fjölskyldumeðferð er fyrir þá sem vilja bæta samskipti sín og tengsl við aðra og þangað leita meðal annars heilu fjölskyldurnar, systkini, mæðgin, pör og einstaklingar sem vilja eiga betri samskipti. Fjölskyldur eru grunneiningar samfélagsins og þær geta verið allskonar en eiga það sameiginlegt að vera hluti af því hvernig manneskur við erum. Góð tengsl í fjölskyldum hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli um hvernig fólki reiðir af þegar það lendir i áföllum eða veikindum. Þegar fólk lendir í raunum eða horfir yfir farin veg nefnir það oft fjölskylduna sem mikilvægasta stuðninginn í lífi sínu. Á sama hátt geta samskipti í fjölskyldum verið svo slæm að þau eru mannskemmandi. Sambönd og tengsl verða oft flókin og stundum erum við föst í neikvæðu mynstri, hefðum eða venjum sem erfitt er að komast frá, nema með aðstoð fagmanna. Oft þarf ekki nema fá viðtöl til þess að breyta venjum eða fá nýja sýn á vandann. Í hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar er litið svo á að fjölskylda sé kerfi þar sem hver hefur áhrif á annan. Fjölskyldan leitast við að hafa jafnvægi með því að halda hegðun í sama farinu. Jafnvægið veitir öryggiskennd jafnvel þó það sé tilkomið á óæskilegan hátt. Bæði jákæðir og neikvæðir þættir einstaklinga hafa áhrif á tengslin milli aðila í fjölskyldunni. Meðferðin hjálpar til við að finna aðrar árangursríkar leiðir til að leysa vanda í samskiptum innan fjölskyldunnar. Það er mikilvægt grípa inn í vanda sem fyrst og því teljum við að fjölskyldumeðferð ætti að standa til boða á þeim stöðum sem fjölskyldur leita eftir aðstoð til eins og t.d hjá félagsþjónustunni og heilsugæslunni. Félagsþjónusta telur það yfirleitt ekki vera hlutverk sitt að veita meðferð og er fólki því gjarnan vísað annað í slíka faglega aðstoð. Við sjáum að í því gæti falist töluvert hagræði fyrir bæði fjölskylduna sjálfa og þjónustukerfið ef veitt yrði fjölskyldumeðferð innan vébanda félagsþjónustunnar. Starfsfólk í félagsþjónustu er oft í góðri stöðu til þess að skanna vanda meðal annars vegna þess að þangað leita oft fjölskyldur með börn, sem eru ekki að leita annað. Ástæður fyrir því að leitað er til félagsþjónstu geta verið mjög mismunandi t.d. fjárhagsvandi foreldra, mætingarvandi barna í skóla, hvers konar félagslegur vandi, fötlun, ofbeldi og margt fleira. Við teljum mikilvægt að þegar tekist er á við vanda einstaklings sé tekið mið af fjölskyldu hans og því umhverfi sem hann kemur úr. Stuðningur í fjölskyldum og góð tengsl skipta miklu máli varðandi andlegt og líkamlegt heilbrigði allra sem í fjölskyldunni eru. Með möguleika á snemmtækri íhlutun er auðveldara að grípa inní áður en neikvæð mynstur festast í sessi. Fjölskyldumeðferð hefur því mikið forvarnargildi og þannig mætti hafa áhrif á neikvæða kynslóðatilfærslu. Við sem þetta skrifum erum félagsráðgjafi og þroskaþjálfi og höfum menntað okkur til viðbótar í fjölskyldumeðferð. Í okkar huga er það ekki spurning að félagsþjónustan og heilsugæslan hvar sem er á landinu ættu að horfa meira til þess að ráða til sín sérmenntaða fjölskyldufræðinga í fjölskyldumeðferð. Slíkt myndi létta álagi og fyrirbyggja vanda bæði hjá fjölskyldum og þjónustukerfum. Guðrún Birna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur Erna Stefánsdóttir Þroskaþjálfi og fjölskyldufræðingur Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti? Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. 15. maí 2017 09:00 Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Sjá meira
15. maí er alþjóðadagur fjölskyldunnar og af því tilefni er tilvalið að beina sjónum að mikilvægi fjölskyldumeðferðar en hún hefur ekki mikið verið í umræðunni. Fjölskyldumeðferð er fyrir þá sem vilja bæta samskipti sín og tengsl við aðra og þangað leita meðal annars heilu fjölskyldurnar, systkini, mæðgin, pör og einstaklingar sem vilja eiga betri samskipti. Fjölskyldur eru grunneiningar samfélagsins og þær geta verið allskonar en eiga það sameiginlegt að vera hluti af því hvernig manneskur við erum. Góð tengsl í fjölskyldum hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli um hvernig fólki reiðir af þegar það lendir i áföllum eða veikindum. Þegar fólk lendir í raunum eða horfir yfir farin veg nefnir það oft fjölskylduna sem mikilvægasta stuðninginn í lífi sínu. Á sama hátt geta samskipti í fjölskyldum verið svo slæm að þau eru mannskemmandi. Sambönd og tengsl verða oft flókin og stundum erum við föst í neikvæðu mynstri, hefðum eða venjum sem erfitt er að komast frá, nema með aðstoð fagmanna. Oft þarf ekki nema fá viðtöl til þess að breyta venjum eða fá nýja sýn á vandann. Í hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar er litið svo á að fjölskylda sé kerfi þar sem hver hefur áhrif á annan. Fjölskyldan leitast við að hafa jafnvægi með því að halda hegðun í sama farinu. Jafnvægið veitir öryggiskennd jafnvel þó það sé tilkomið á óæskilegan hátt. Bæði jákæðir og neikvæðir þættir einstaklinga hafa áhrif á tengslin milli aðila í fjölskyldunni. Meðferðin hjálpar til við að finna aðrar árangursríkar leiðir til að leysa vanda í samskiptum innan fjölskyldunnar. Það er mikilvægt grípa inn í vanda sem fyrst og því teljum við að fjölskyldumeðferð ætti að standa til boða á þeim stöðum sem fjölskyldur leita eftir aðstoð til eins og t.d hjá félagsþjónustunni og heilsugæslunni. Félagsþjónusta telur það yfirleitt ekki vera hlutverk sitt að veita meðferð og er fólki því gjarnan vísað annað í slíka faglega aðstoð. Við sjáum að í því gæti falist töluvert hagræði fyrir bæði fjölskylduna sjálfa og þjónustukerfið ef veitt yrði fjölskyldumeðferð innan vébanda félagsþjónustunnar. Starfsfólk í félagsþjónustu er oft í góðri stöðu til þess að skanna vanda meðal annars vegna þess að þangað leita oft fjölskyldur með börn, sem eru ekki að leita annað. Ástæður fyrir því að leitað er til félagsþjónstu geta verið mjög mismunandi t.d. fjárhagsvandi foreldra, mætingarvandi barna í skóla, hvers konar félagslegur vandi, fötlun, ofbeldi og margt fleira. Við teljum mikilvægt að þegar tekist er á við vanda einstaklings sé tekið mið af fjölskyldu hans og því umhverfi sem hann kemur úr. Stuðningur í fjölskyldum og góð tengsl skipta miklu máli varðandi andlegt og líkamlegt heilbrigði allra sem í fjölskyldunni eru. Með möguleika á snemmtækri íhlutun er auðveldara að grípa inní áður en neikvæð mynstur festast í sessi. Fjölskyldumeðferð hefur því mikið forvarnargildi og þannig mætti hafa áhrif á neikvæða kynslóðatilfærslu. Við sem þetta skrifum erum félagsráðgjafi og þroskaþjálfi og höfum menntað okkur til viðbótar í fjölskyldumeðferð. Í okkar huga er það ekki spurning að félagsþjónustan og heilsugæslan hvar sem er á landinu ættu að horfa meira til þess að ráða til sín sérmenntaða fjölskyldufræðinga í fjölskyldumeðferð. Slíkt myndi létta álagi og fyrirbyggja vanda bæði hjá fjölskyldum og þjónustukerfum. Guðrún Birna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur Erna Stefánsdóttir Þroskaþjálfi og fjölskyldufræðingur Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum.
Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti? Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. 15. maí 2017 09:00
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun