Innlent

Einar nýr þingflokksformaður Pírata

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einar Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata.
Einar Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Eyþór
Einar Brynjólfsson var kjörinn nýr formaður þingflokks Pírata á þingflokksfundi sem lauk fyrr í dag. Hann tekur við af Ástu Guðrúnu Helgadóttur sem steig til hliðar í dag vegna ágreinings um innra starf þingflokksins.

Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að ný stjórn þingflokksins hafi verið einróma samþykkt en Birgitta Jónsdóttir tekur við af Einari sem varaformaður. Smári McCarthy verður ritari þingflokksins.

Ásta Guðrún tilkynnti í dag að hún hafi stigið til hliðar vegna ágreinins milli hennar og „meirihluta þingflokks Pírata varðandi innra skipulag þingflokksins.“

Í tilkynningunni frá Pírötum segir að ekki sé um málefnaágreining að ræða og snúist aðeins um innra skipulag flokksins.

Einar er sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis og tók sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar sem haldnar voru síðastliðið haust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×