Íslenski boltinn

Devon Már brotnaði í samstuðinu við Castillion

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Devon Már Griffin hefur ekki verið heppinn með meiðsli. Hér hefur hann fengið högg á móti FH í fyrrahaust.
Devon Már Griffin hefur ekki verið heppinn með meiðsli. Hér hefur hann fengið högg á móti FH í fyrrahaust. Vísir/Ernir
Devon Már Griffin spilar líklega ekkert meira með ÍBV þetta tímabilið en þetta kom fram á Eyjar.net í dag.

Devon Már lenti í harkalegu samstuði við Víkinginn Geofrey Castillion undir lok leiks liðanna á sunnudag en óttast er að sá síðarnefndi sé einnig alvarlega meiddur.

„Ömurlegt að missa hann og finnum við mikið til með honum,“ sagði Sunnar Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV, við Eyjar.net.

Castillion kvartaði undan verkjum í hné eftir leikinn og en enn er óvíst hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, sagði eftir leikinn gegn ÍBV að von væri á öðrum framherja en í gær gekk félagið frá samningum við Ivica Jovanovic um að spila með liðinu í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×