Matsmenn finni sökudólginn í myglumálinu hjá Orkuveitunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Viðgerðir á Orkuveituhúsinu hófust í fyrra. Nú þurfa starfsmenn að þjappa sér fyrir næsta áfanga. vísir/stefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ætlar að fá dómkvadda matsmenn til að kanna hvað fór úrskeiðis við byggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi og varð þess valdandi að mygla myndaðist í húsinu. Viðgerðir á austurvegg byggingarinnar hafa þegar kostað Orkuveituna 300 milljónir króna. Með þeim átti að „freista þess að koma í veg fyrir þann leka sem var á þeim vegg og olli mygluskemmdum á húsinu“, segir í minnisblaði sem lagt var fyrir síðasta stjórnarfund fyrirtækisins. Fram kemur að verið sé að hanna og undirbúa frekari viðgerðir á vesturhúsinu og að kostnaðaráætlun liggi fyrir en verði ekki birt fyrr en viðgerðir hafa verið boðnar út og tilboð opnuð. „Vegna fyrirhugaðra viðgerða á vesturhúsi mun húsið verða tæmt og starfsmönnum „þjappað“ saman í austurhúsi sem kostur er, en leigjendur og starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur flytja tímabundið í leiguhúsnæði,“ segir í minnisblaðinu. Orkuveitan vill að matsmennirnir kanni hvort „hönnun, efnisval, framkvæmd og frágangur hafi verið fullnægjandi og í samræmi við lög, reglur, viðurkennda framkvæmd og aðstæður“. Nú sé heppilegt að óska eftir dómkvaðningu matsmanna því nú sé búið að greina austurvegginn og gögn liggi fyrir sem þeir geti kannað. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjórn OR sögðust ítreka hálfs árs gamla fyrirspurn sína um hvort gerð hafi verið heildarúttekt á skemmdunum og kostnaði vegna þeirra og hver beri þann kostnað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Mikil veikindi starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur urðu til þess að myglan uppgötvaðist. 15. júní 2016 20:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ætlar að fá dómkvadda matsmenn til að kanna hvað fór úrskeiðis við byggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi og varð þess valdandi að mygla myndaðist í húsinu. Viðgerðir á austurvegg byggingarinnar hafa þegar kostað Orkuveituna 300 milljónir króna. Með þeim átti að „freista þess að koma í veg fyrir þann leka sem var á þeim vegg og olli mygluskemmdum á húsinu“, segir í minnisblaði sem lagt var fyrir síðasta stjórnarfund fyrirtækisins. Fram kemur að verið sé að hanna og undirbúa frekari viðgerðir á vesturhúsinu og að kostnaðaráætlun liggi fyrir en verði ekki birt fyrr en viðgerðir hafa verið boðnar út og tilboð opnuð. „Vegna fyrirhugaðra viðgerða á vesturhúsi mun húsið verða tæmt og starfsmönnum „þjappað“ saman í austurhúsi sem kostur er, en leigjendur og starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur flytja tímabundið í leiguhúsnæði,“ segir í minnisblaðinu. Orkuveitan vill að matsmennirnir kanni hvort „hönnun, efnisval, framkvæmd og frágangur hafi verið fullnægjandi og í samræmi við lög, reglur, viðurkennda framkvæmd og aðstæður“. Nú sé heppilegt að óska eftir dómkvaðningu matsmanna því nú sé búið að greina austurvegginn og gögn liggi fyrir sem þeir geti kannað. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjórn OR sögðust ítreka hálfs árs gamla fyrirspurn sína um hvort gerð hafi verið heildarúttekt á skemmdunum og kostnaði vegna þeirra og hver beri þann kostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Mikil veikindi starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur urðu til þess að myglan uppgötvaðist. 15. júní 2016 20:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Mikil veikindi starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur urðu til þess að myglan uppgötvaðist. 15. júní 2016 20:00