Innlent

Fréttir Stöðvar 2 - Íslenska íþróttaundrið

Dr. Viðar Halldórsson verður gestur Telmu Tómasson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Dr. Viðar Halldórsson verður gestur Telmu Tómasson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. VÍSIR
Hvernig getur örþjóð eins og Ísland eignast íþróttalandslið í fremstu röð í öllum sínum helstu hópíþróttum?

Dr. Viðar Halldórsson freistar þess að svara þessari spurningu í bókinni „Sport in Iceland: How small nations achieve international success.“ Viðar verður gestur Telmu Tómasson í fréttum Stöðvar 2 og mun þar fara yfir helstu niðurstöður sínar.

Viðar ræddi við fjölda þjálfara, íþróttamanna og stjórnenda í íþróttahreyfingunni, en hann rannsakar jafnframt félagsmenningarlegar hliðar hins miklar árangurs sem íslenskir íþróttamenn hafa náð á alþjóða vettvangi.

Fréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, en fréttirnar eru jafnframt í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×