Fótbolti

Björn Daníel skoraði í mikilvægum sigri AGF | Randers á enn möguleika á Evrópusæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu.
Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu. vísir/getty
Björn Daníel Sverrisson var á skotskónum þegar AGF vann 3-1 sigur á Esbjerg í umspili um áframhaldandi sæti í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Björn Daníel og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði AGF sem mætir næst Viborg í tveimur leikjum. Sigurvegarinn í rimmunni heldur sæti sínu í úrvalsdeildinni á meðan tapliðið mætir liðinu í 3. sæti 1. deildar um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með Esbjerg sem mætir öðru Íslendingaliði, Horsens, í leik um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni.

Horsens er komið í undanúrslit í umspili um Evrópusæti eftir 2-1 sigur á Aalborg í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í dag. Randers vann fyrri leikinn 0-2 og einvígið 4-1 samanlagt.

Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers komst yfir með marki Nikola Djurdjic á 34. mínútu. Rasmus Thellufsen Pedersen jafnaði metin fyrir Aalborg á 55. mínútu en 11 mínútum síðar skoraði Viktor Lundberg sigurmark Randers.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Randers sem mætir OB í undanúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×