Viðskipti innlent

Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Costco stefnir að því að bjóða meðlimum sínum eldsneyti á hagstæðu verði.
Costco stefnir að því að bjóða meðlimum sínum eldsneyti á hagstæðu verði. vísir/eyþór
Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu.

Í gær voru starfsmenn að prófa búnaðinn við eldsneytisdælurnar í aðdraganda opnunar.

Pappas segist ekki geta sagt til um það nú hvaða verð verði á bensíni hjá fyrirtækinu. Það muni skýrast þegar bensínstöðin verður opnuð.

Hins vegar stefni Costco alltaf að því að bjóða meðlimum sínum upp á lægsta mögulega eldsneytisverðið og verð á öllu öðru. Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×