Viðskipti innlent

Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Costco stefnir að því að bjóða meðlimum sínum eldsneyti á hagstæðu verði.
Costco stefnir að því að bjóða meðlimum sínum eldsneyti á hagstæðu verði. vísir/eyþór

Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu.

Í gær voru starfsmenn að prófa búnaðinn við eldsneytisdælurnar í aðdraganda opnunar.

Pappas segist ekki geta sagt til um það nú hvaða verð verði á bensíni hjá fyrirtækinu. Það muni skýrast þegar bensínstöðin verður opnuð.

Hins vegar stefni Costco alltaf að því að bjóða meðlimum sínum upp á lægsta mögulega eldsneytisverðið og verð á öllu öðru. Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
0,45
7
86.377
ICEAIR
0,31
29
350.000
SIMINN
0,24
6
82.857
VIS
0
3
2.618

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,62
15
66.450
TM
-1,55
5
70.175
REGINN
-1,19
4
17.494
SKEL
-1,14
15
171.581
REITIR
-1,1
6
128.038