Fótbolti

Monaco franskur meistari í áttunda sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Monaco-menn hafa fagnað mörgum mörkum í vetur.
Monaco-menn hafa fagnað mörgum mörkum í vetur. vísir/getty
Monaco varð í kvöld Frakklandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2000 eftir 2-0 sigur á St Étienne á heimavelli.

Kylian Mbappé og Valere Germain skoruðu mörk Monaco sem hefur spilað frábærlega í vetur.

Paris Saint-Germain varð meistari fjögur ár í röð (2012-15) en átti ekki svar við stórskemmtilegu liði Monaco sem er búið að skora 104 mörk í 37 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur.

Auk þess að verða franskur meistari komst Monaco í úrslit bikarkeppninnar og deildabikarsins og í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Monaco hefur átta sinnum orðið franskur meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×