Enski boltinn

Chelsea vill fá Verratti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marco Verratti í leik með PSG.
Marco Verratti í leik með PSG. vísir/getty

Englandsmeistarar Chelsea eru sagðir vera á höttunum eftir ítalska landsliðsmanninum Marco Verratti og til í að greiða vel fyrir hann.

Rætt er um að Chelsea sé til í að greiða PSG litlar 55 milljónir punda fyrir framherjann.

Stjóri Chelsea, Antonio Conte, þekkir vel til Verratti síðan hann stýrði ítalska landsliðinu.

Chelsea gæti misst Diego Costa í sumar en hann er sterklega orðaður við félög í Kína. Þá þarf að fylla það stóra skarð.

Conte vill gera það með hinum 24 ára gamla Verratti og PSG er sagt vera tilbúið að selja leikmanninn.
Fleiri fréttir

Sjá meira