Enski boltinn

Chelsea vill fá Verratti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marco Verratti í leik með PSG.
Marco Verratti í leik með PSG. vísir/getty

Englandsmeistarar Chelsea eru sagðir vera á höttunum eftir ítalska landsliðsmanninum Marco Verratti og til í að greiða vel fyrir hann.

Rætt er um að Chelsea sé til í að greiða PSG litlar 55 milljónir punda fyrir framherjann.

Stjóri Chelsea, Antonio Conte, þekkir vel til Verratti síðan hann stýrði ítalska landsliðinu.

Chelsea gæti misst Diego Costa í sumar en hann er sterklega orðaður við félög í Kína. Þá þarf að fylla það stóra skarð.

Conte vill gera það með hinum 24 ára gamla Verratti og PSG er sagt vera tilbúið að selja leikmanninn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira