Enski boltinn

Gylfi keppir við Emre Can um besta markið en þið getið hjálpað honum að vinna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var kominn með fyrirliðabandið þegar hann skoraði.
Gylfi Þór Sigurðsson var kominn með fyrirliðabandið þegar hann skoraði. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark fyrir Swansea City á móti Manchester United á Old Trafford um helgina og markið hans kemur að sjálfsögðu til greina sem eitt af flottustu mörkum vikunnar hjá Sky Sports.

Gylfi fær reyndar mikla samkeppni ekki síst frá Liverpool-manninum Emre Can sem skoraði með hjólhestaspyrnu á móti Watford í gærkvöldi. Þá skoraði Spánverjinn Pedro einnig flott mark fyrir Chelsea á móti Everton á Goodison Park.

Aðrir sem gera tilkall í það að eiga flottasta mark vikunnar hjá Sky Sports eru þeir Alvaro Negredo fyrir Middlesbrough á móti Manchester City, Jamie Vardy fyrir Leicester á móti West Bromwich og Willian fyrir Chelsea á móti Everton.

Gylfi var ekki búinn að skora síðan í febrúar eða í tíu leikjum í röð og það var því frábært fyrir hann að sjá boltann í markinu. Markið tryggði Swansea City einnig dýrmætt stig í fallbaráttunni.

Sky Sports biður að venju lesendur síðunnar til að velja besta mark umferðarinnar og það er hægt að kjósa mark Gylfa með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Árlegt hjá Gylfa á Old Trafford

Aukaspyrnumark Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggði Swansea City stig gegn Manchester United á Old Trafford. Hann hefur nú skorað á þessum velli þrjú ár í röð. Stigið sem Gylfi tryggði gæti reynst Svönunum dýrmætt.

Gylfi í liði umferðarinnar hjá ESPN

Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hjá ESPN fyrir frammistöðu sína í leik Swansea City og Manchester United í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×