Viðskipti innlent

Grímur og Leifur ráðnir til Flugfélags Íslands

Atli Ísleifsson skrifar
Leifur Guðmundsson og Grímur Gíslason.
Leifur Guðmundsson og Grímur Gíslason. Flugfélag Íslands
Grímur Gíslason hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands og Leifur Guðmundsson forstöðumaður tæknisviðs félagsins.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Grímur hafi undanfarið gengt stöðu sölustjóra Icelandair á Íslandi en á árunum 2015 til 2017 hafi hann verið hjá Icelandair í Evrópu, fyrst sem markaðsstjóri fyrir Mið-Evrópu og síðan sem sölustjóri fyrir Þýskaland, Sviss og Austurríki. Grímur var á árunum 2012 til 2015 vörumerkjastjóri Icelandair. Hann lauk BS-gráðu í viðskiptum og markaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Hann er giftur og á eitt barn.

„Leifur hefur verið flotastjóri Avion Express í Litháen frá 2014 en var þar áður hjá Smart Lynx í Lettlandi og Eistlandi frá 2009 og gegndi þar m.a. stöðu tæknistjóra. Leifur vann á árunum 1998-2009 á tæknisviði Flugfélags Íslands í ýmsum störfum m.a. sem innkaupastjóri og sem yfirmaður skipulagsdeildar.

Leifur lauk námi í flugvirkjun árið 1998 við Embry Riddle háskólann í Florida í Bandaríkjunum. Hann er giftur og á þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×