Körfubolti

Bol Bol á leið í háskólaboltann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bol Bol er hér í leik með menntaskólaliði sínu.
Bol Bol er hér í leik með menntaskólaliði sínu. vísir/getty
Sonur fyrrum NBA-stjörnunnar Manute Bol, Bol Bol, er á leið í háskólaboltann næsta vetur og stærstu skólarnir berjast um þennan stóra strák.

Þessi 17 ára strákur er gríðarlega efnilegur og er þess utan 216 sentimetrar að hæð.

Það er þó ekki mikið í samanburði við föðurinn sem var 231 sentimetri. Hann lést fyrir sjö árum síðan þá aðeins 47 ára að aldri.

Bol er búinn að staðfesta að Kentucky-háskólinn sé búinn að bjóða honum skólastyrk og er það talinn vera líklegur áfangastaður hans nú.

Hann er samt einnig með tilboð frá Kansas, Arizona, Creighton, Oregon, USC og fleirum.

Á síðasta tímabili var hann með 16,5 stig, 8,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×