Viðskipti innlent

Halldór Kristinsson yfir hlutabréfasjóðum Landsbréfa

Hörður Ægisson skrifar
Halldór hefur verið deildarstjóri Eignastýringar Landsbankans frá árinu 2013.
Halldór hefur verið deildarstjóri Eignastýringar Landsbankans frá árinu 2013.
Halldór Kristinsson, sem hefur verið deildarstjóri Eignastýringar Landsbankans frá árinu 2013, mun taka við sem forstöðumaður hlutabréfateymis sjóðastýringarfyrirtækisins Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Sá sem hefur gegnt því starfi undanfarin ár er Ólafur Jóhannsson.

Halldór hefur stýrt fjárfestingum Íslenska lífeyrissjóðsins en hann var meðal annars framkvæmdastjóri sjóðsins á árunum 2011 til 2013. Innlendir hlutabréfasjóðir í stýringu Landsbréfa eru Úrvalsbréf og Öndvegisbréf en samtals nema eignir sjóðanna um 19 milljörðum króna.

Ávöxtun sjóðanna síðustu tólf mánuði hefur verið neikvæð um 17 prósent en ein hlutfallslega stærsta eign þeirra eru hlutabréf í Icelandair.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×