Viðskipti innlent

Helgi inn í eigendahóp Íslensku

Haraldur Guðmundsson skrifar
Helgi Eysteinsson er nýr meðeigandi á auglýsingastofunni.
Helgi Eysteinsson er nýr meðeigandi á auglýsingastofunni.
Helgi Eysteinsson hefur keypt 33 prósenta hlut Atla Freys Sveinssonar í Íslensku auglýsingastofunni og fer inn í eigendahóp fyrirtækisins. Hann mun taka til starfa á stofunni á næstu dögum og sinna markaðsráðgjöf, viðskiptaþróun og öflun nýrra viðskiptavina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku. Þar segir að Helgi, sem var meðal annars framkvæmdastjóri Iceland Travel, sé 41 árs gamall og hafi lokið prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1999.  

„Í byrjun árs 2012 tók Helgi við starfi framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar VITA, sem einnig er dótturfélag Icelandair Group. Helgi lét af störfum hjá VITA á vormánuðum 2013 og stofnaði þá Optimal ráðgjöf, þar sem hann tók að sér fjölbreytt verkefni fyrir mörg íslensk fyrirtæki. Haustið 2015 tók hann að sér að setja á stofn og byggja upp Elju – þjónustumiðstöð atvinnulífsins," segir í tilkynningunni.  

Helgi hefur auk þess verið fararstjóri, blaðamaður, þáttastjórnandi í sjónvarpi og kennari, samhliða öðrum störfum. Helgi er kvæntur Ásu Björgu Tryggvadóttur og eiga þau þrjú börn. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×