Standa mótmælavakt við rússneska sendiráðið vegna hatursglæpa í Téténíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 16:34 Tveir mótmælendur stóðu vaktina við sendiráðið þegar ljósmyndari Vísis renndi þar við. vísir/eyþór Samtökin ´78 hófu í dag mótmælavakt, ef svo má að orði komast, við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem hatursglæpum í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu er mótmælt. Mótmælin hófust klukkan 12 í dag og standa til 17, verða svo aftur á morgun á sama tíma og á föstudag en þá verða fjöldamótmæli klukkan 16. Í tilkynningu frá Samtökunum segir að útrýmingarherferð standi nú yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Téténíu. Þau skora á „rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.“ Tilkynningu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan: • Útrýmingarherferð stendur yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Tsjetsjeníu.• Samtökin ‘78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.• Mótmælendur munu standa vaktir við sendiráð Rússlands miðvikudag til föstudags kl. 12–17 og minna á ástandið með nærveru sinni.• Fjöldamótmæli við sendiráðið kl. 16 á föstudag.Í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu stendur yfir herferð til útrýmingar á hinsegin karlmönnum. Undanfarnar vikur hafa karlar sem grunaðir eru um samkynhneigð verið kerfisbundið sviptir frelsi, pyntaðir og drepnir. Settar hafa verið á laggirnar fangabúðir á minnst tveimur stöðum þar sem meintir hommar og tvíkynhneigðir karlar eru í haldi. Ástandið er slíkt að það þykir helst minna á aðför þriðja ríkisins gegn hinsegin fólki á tímum helfararinnar. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki undan og sögur þolendanna eru hræðilegar.Breska utanríkisráðuneytið hefur eftir traustum heimildum að leiðtogi Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, hafi einsett sér að útrýma hommum og tvíkynhneigðum körlum úr samfélaginu fyrir upphaf Ramadan þann 26. maí næstkomandi. Kadyrov og félagar neita staðfastlega sök, en hómófóbían sem þeir tjá í sömu andrá er ótrúleg. „Ef slíkt fólk væri til í Tsjetsjeníu þyrfti lögreglan ekki að hafa áhyggjur af því, því þeirra eigin ættingjar myndu senda það á stað þaðan sem það ætti ekki afturkvæmt,“ sagði talsmaður Kadyrovs í viðtali.Þrátt fyrir háværar kröfur alþjóðasamfélagsins undafarinn mánuð hefur ástandið hefur ástandið versnað og mannréttindabrotin halda áfram. Yfirvöld í Tsjetsjeníu hafa sýnt einbeittan brotavilja og hatur í garð hinsegin borgara sinna. Nú verða því aðrir að grípa inn í. Tryggja verður að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og sækja þá sem fremja glæpi gegn hinsegin fólki til saka.Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17 þar sem fólk stendur stuttar vaktir til skiptis til að minna á alvarleika ástandsins. Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Samtökin ´78 hófu í dag mótmælavakt, ef svo má að orði komast, við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem hatursglæpum í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu er mótmælt. Mótmælin hófust klukkan 12 í dag og standa til 17, verða svo aftur á morgun á sama tíma og á föstudag en þá verða fjöldamótmæli klukkan 16. Í tilkynningu frá Samtökunum segir að útrýmingarherferð standi nú yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Téténíu. Þau skora á „rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.“ Tilkynningu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan: • Útrýmingarherferð stendur yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Tsjetsjeníu.• Samtökin ‘78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.• Mótmælendur munu standa vaktir við sendiráð Rússlands miðvikudag til föstudags kl. 12–17 og minna á ástandið með nærveru sinni.• Fjöldamótmæli við sendiráðið kl. 16 á föstudag.Í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu stendur yfir herferð til útrýmingar á hinsegin karlmönnum. Undanfarnar vikur hafa karlar sem grunaðir eru um samkynhneigð verið kerfisbundið sviptir frelsi, pyntaðir og drepnir. Settar hafa verið á laggirnar fangabúðir á minnst tveimur stöðum þar sem meintir hommar og tvíkynhneigðir karlar eru í haldi. Ástandið er slíkt að það þykir helst minna á aðför þriðja ríkisins gegn hinsegin fólki á tímum helfararinnar. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki undan og sögur þolendanna eru hræðilegar.Breska utanríkisráðuneytið hefur eftir traustum heimildum að leiðtogi Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, hafi einsett sér að útrýma hommum og tvíkynhneigðum körlum úr samfélaginu fyrir upphaf Ramadan þann 26. maí næstkomandi. Kadyrov og félagar neita staðfastlega sök, en hómófóbían sem þeir tjá í sömu andrá er ótrúleg. „Ef slíkt fólk væri til í Tsjetsjeníu þyrfti lögreglan ekki að hafa áhyggjur af því, því þeirra eigin ættingjar myndu senda það á stað þaðan sem það ætti ekki afturkvæmt,“ sagði talsmaður Kadyrovs í viðtali.Þrátt fyrir háværar kröfur alþjóðasamfélagsins undafarinn mánuð hefur ástandið hefur ástandið versnað og mannréttindabrotin halda áfram. Yfirvöld í Tsjetsjeníu hafa sýnt einbeittan brotavilja og hatur í garð hinsegin borgara sinna. Nú verða því aðrir að grípa inn í. Tryggja verður að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og sækja þá sem fremja glæpi gegn hinsegin fólki til saka.Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17 þar sem fólk stendur stuttar vaktir til skiptis til að minna á alvarleika ástandsins. Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira