Golf

Valdís Þóra í hópi efstu kylfinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra náði sér vel á strik á fyrsta keppnisdeginum.
Valdís Þóra náði sér vel á strik á fyrsta keppnisdeginum. MYND/LET/TRISTAN JONES

Valdís Þóra Jónsdóttir lék vel á fyrsta degi VP Bank Ladies Open mótsins sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Valdís Þóra var á parinu eftir fyrri níu holurnar. Seinni níu holurnar voru svo frábærar hjá Skagakonunni sem fékk tvo fugla og sjö pör.

Valdís Þóra er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta daginn á mótinu.

Þegar þetta er skrifað er Valdís Þóra í 8.-10. sæti mótsins sem fer fram í Sviss. Keppni heldur áfram á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira