Skoðun

Ítrekun fyrirspurna til stjórnar Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands

Helgi Ingólfsson skrifar
Þann 29. mars sl. fékk ég birtar í Fréttablaðinu 10 spurningar um hvort stjórn Sjúkrasjóðs KÍ væri kunnugt um „vörpun“ fjármuna inn í sjóðinn, en þeir fjármunir voru hluti iðgjalda Tækniskóla Íslands á árunum 2010-2011 til Vísindasjóðs FF og FS, sem ekki skilaði sér á réttan stað.

Við eftirgrennslan um afdrif umræddra fjármuna hefur formaður Félags framhaldsskólakennara haldið því fram að þeir hafi „varpast“ inn í Sjúkrasjóð KÍ og hef ég þráspurt sjóðinn um ferlið, en ekki verið virtur svars.

Skal því hér gerð lokatilraun með ítrekun fyrirspurnanna og æski ég rækilegra og viðeigandi svara, sem einn af eigendum Vísindasjóðs FF og FS, félagi í FF og aðili að Sjúkrasjóði KÍ.




Skoðun

Sjá meira


×