Íslenski boltinn

Sjáðu sigurmarkið í Boganum og öll hin mörkin úr 2. umferðinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan og Þór/KA eru bæði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi-deild kvenna.

Önnur umferðin fór fram á þriðjudaginn og miðvikudaginn. Alls voru 12 mörk skoruð í leikjunum fimm.

Fjögur þeirra komu á Valsvellinum þegar Valur vann 4-0 sigur ÍBV. Öll mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins.

Þór/KA vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum. Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins. Norðankonur hafa nú unnið bæði Val og Breiðablik, liðin sem var spáð tveimur efstu sætum deildarinnar, í fyrstu tveimur umferðunum.

Ana Victoria Cate og Katrín Ásbjörnsdóttir tryggðu Stjörnunni 2-0 sigur á KR. Sú síðarnefnda hefur byrjað tímabilið frábærlega og er komin með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.

Grindavík vann 2-1 sigur á Haukum í nýliðaslagnum og FH bar sigurorð af Fylki með tveimur mörkum gegn engu.

Mörkin úr leikjum 2. umferðar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Velsk landsliðskona til Vals

Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Stjarnan upp að hlið Þórs/KA

Stjarnan er komin á topp Pepsi-deildar kvenna ásamt Þór/KA og Grindavík vann nýliðaslaginn gegn Haukum.

Fyrsti sigur FH

FH er komið á blað í Pepsi-deild kvenna eftir 2-0 sigur á Fylki í kvöld.

Katrín blómstrar með bandið

Katrín Ásbjörnsdóttir hefur farið á kostum með Stjörnuliðinu síðan að hún tók við fyrirliðabandi Stjörnuliðsins af Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur.

Þór/KA rotar risana

Þór/KA hefur tímabilið í Pepsi-deild kvenna með miklum látum og gefur öllum spám sérfræðinga langt nef. Í kvöld fengu Blikastúlkur að kenna á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×