Tillögur um legu borgarlínu kynntar í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 21:00 Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira