Golf

Nicklaus finnur til með Tiger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nicklaus og Tiger á góðri stund.
Nicklaus og Tiger á góðri stund. vísir/getty

Sérfræðingur sem golfgoðsögnin Jack Nicklaus þekkir segir að Tiger Woods muni aldrei aftur taka þátt í golfmóti.

Nicklaus á vin sem er sérfræðingur í meiðslum sem Tiger er að glíma við.

„Hann segir að Tiger muni aldrei keppa aftur. Hann sé of þjáður. Tiger á erfitt með að standa í tíu mínútur. Þar sem þetta séu taugar er erfitt að glíma við þetta,“ sagði Nicklaus.

Hann segist finna til með Tiger en þeir spjölluðu um meiðslin í meistaramatnum fyrir Masters. Þar tjáði Tiger honum frá því hversu þjáður hann sé.

Sjálfur er Tiger að reyna að vera bjartsýnn en hann er búinn að fara í fjórar bakaðgerðir á síðustu þremur árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira