Skoðun

Hjarta símenntunar – af skólastofum og kaffistofugöngum

Særún Rósa Ástþórsdóttir og skrifa
Að skrifa grein um gildi símenntunar getur hæglega hljómað eins og þurrt viðfangsefni sem ekki vekur mikla athygli. Við getum rætt mikilvægi þess að símenntun hljóti varanlegan sess sem fimmta stoðin í menntakerfinu, ávinning af námi, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni og þar fram eftir götunum.

Eybjörg Helga Daníelsdóttir, lauk Menntastoðum og starfar nú hjá KPMG í Reykjanesbæ.
En ótal aðrir litlir en afar merkilegir hlutir eiga sér stað í námi fullorðinna, sem vert er að veita athygli. Þess vegna vil ég beina þræðinum beint inná við, beint að hjarta símenntunar, inn í skólastofur og kaffistofuganga víðs vegar um landið.

Í þessum skólastofum sitja nemendur á öllum aldri, alls staðar að úr samfélaginu og búa að alls konar mismunandi reynslu. Þeir eiga þó meira sameiginlegt en þá grunar. Það er langt síðan þeir sátu síðast í skólastofu, þeir eru margir hverjir ekki alveg vissir um hvað bíður þeirra og margir efast þeir um eigin getu og möguleika.

Fyrsti dagurinn er því yfirleitt spennuþrunginn, loftið fullt af eftirvæntingu og jafnvel efablandið. Það líður þó ekki á löngu áður en fólk fer að finna sinn farveg, taka sér pláss og hafa aðeins hærra. 

Iða Brá Kuforiji, lauk Menntastoðum árið 2009 og stundar nú nám í Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.
Með látunum eykst sjálfstraustið smátt og smátt, sem og trú á eigin getu. Þrátt fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum er það ætlun hvers og eins að taka skrefið og uppfylla draum, ná markmiðum sínum og efla eigin getu og möguleika. Einhvern daginn mun vegurinn leiða að nýju starfi, meira námi og nýjum tækifærum. Margir leita sérstaklega eftir því að verða betri í því sem þeir kunna nú þegar og þannig er símenntun í raun hluti af daglegu lífi okkar allra. Í símenntun felst nefnilega löngunin til þess að bæta einhverju við, verða betri og læra meira. 

Hlutverk og ábyrgð starfsfólks símenntunarstöðva er veigamikið og frá fyrsta degi er unnið markvisst að uppbyggingu einstaklingsins í gegnum sjálfstyrkingu, markmiðasetningu og stuðning leiðbeinenda, verkefnastjóra sem og náms- og starfsráðgjafa. Þau eru fólkið með reynsluna, fólkið sem hefur fylgst með þátttakendum, útskrift eftir útskrift og jafnvel löngu eftir það. 

Guðbergur Reynisson, eigandi og framkvæmdarstjóri Cargo flutninga.
Á kaffistofu starfsfólks fara sögur af stoltum leiðbeinendum sem hittu fyrrum nemendur sína í háskólanum, sáu viðtal við eiganda stækkandi fyrirtækis sem stundaði Sölu- rekstrar og markaðsnám há símenntunarmiðstöð eða rákust á hjúkrunarfræðinema í vettvangsnámi sem áður hafði verið í Menntastoðum. Alls staðar í samfélaginu eru andlitin úr skólastofunum, augljós merki um gildi símenntunar fyrir okkur öll.




Skoðun

Sjá meira


×