Íslenski boltinn

Arnar: Þegar þú byrjar mótið svona eykst pressan

Kristinn Páll Teitsson á Extra-vellinum skrifar
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks finnur fyrir pressu þessa dagana.
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks finnur fyrir pressu þessa dagana. vísir/ernir
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum hundsvekktur eftir 0-1 tap Blika gegn Fjölni í kvöld en þetta var annað tap Blika í röð.

Spilamennskan var betri í dag, liðið hélt betur boltanum en þeir áttu í erfiðleikum á seinasta þriðjungi vallarins.

„Við ætluðum að koma hingað og sækja stig, spilamennskan var aðeins betri en þetta var samt ekki nægilega gott.“

Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 1-0 | Fyrsti sigur Fjölnismanna

Arnar var ekki sammála því að sóknarleikur Blika hefði verið full þunglamalegur í kvöld.

„Mér fannst við gera nóg til að skora nokkur mörk í dag en það er nú einu sinni þannig að þú þarft að koma boltanum í netið, það dugar ekki að komast bara í færin,“ sagði Arnar og bætti við:

„Mér fannst liðið þó ekki skapa nægilega mörk færi, það vantaði það að menn spili svolítið frjálst og það virtist vera svolítið stress í mannskapnum. Það eina í stöðunni er bara að standa saman og sækja þrjú stig í næsta leik.“

Blikar eru því stigalausir eftir tvær umferðir.

„Þú ferð í alla leiki til að taka þrjú stig en auðvitað þegar þú byrjar mótið svona þá eykst pressan, þannig eru hlutirnir í fótboltanum. Við setjum pressu á okkur og við einfaldlega verðum að taka stigin þrjú.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×