Enski boltinn

Southampton komið í slaginn um Gylfa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór í leik með Swansea.
Gylfi Þór í leik með Swansea. vísir/getty

Í það minnsta þrjú ensk félög eru sögð hafa áhuga á Gylfa Þór Sigurðssyni. Okkar maður ku vera falur fyrir 35 milljónir punda eða tæpa 5 milljarða króna.

Southampton er nýjasta félagið sem orðað er við Gylfa en áður hafði verið sagt frá áhuga West Ham og Everton.

Everton reyndi að fá Gylfa síðasta sumar og hefur enn mikinn áhuga. Stjóri liðsins, Ronald Koeman, er mikill aðdáandi okkar manns og þarf að styrkja liðið fyrir komandi átök en Everton verður væntanlega í Evrópudeildinni næsta vetur.

Skal engan undra að fleiri félög séu að bætast í hóp áhugasamra enda hefur Gylfi átt frábært tímabil með Swansea.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira