Erlent

Ætlaði að græða á sprengjuárásinni í Dortmund

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Einn leikmaður Dortmund særðist í árásinni.
Einn leikmaður Dortmund særðist í árásinni. Vísir/AFP

Þýska lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa komið fyrir sprengju í vegarkanti sem sprakk þegar liðsrúta Borussia Dortmund var á leið hjá fyrir leik í Meistaradeildinni á dögunum. Einn liðsmaður Dortmund slasaðist á hendi og verður frá keppni út þetta tímabil.

Hinn handtekni er 28 ára gamall og af þýsku og Rússnesku bergi brotinn. Ekki var um hryðjuverkaárás að ræða heldur virðist maðurinn hafa ætlað að græða á ódæðinu.

Hann hafði keypt hlutafé í þýska knattspyrnuliðinu á fyrirfram ákveðnu gengi, eða tekið svokallaða skortstöðu. Ef bréf í félaginu myndu falla, myndi hann hagnast. Þannig gerði hann ráð fyrir því að ef árásin yrði mannskæð myndi verð bréfa í félaginu hríðfalla.


Tengdar fréttir

Telja árásina á rútu Dortmund hryðjuverk

Saksóknarar í Þýskalandi telja að sprengjuárásin á rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund hafi verið hryðjuverk. Þá greindi lögregla frá því að hún hefði handtekið mann með tengsl við herskáa íslamista í tengslum við árásina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira