Golf

Valdís Þóra í fínum málum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mynd/let/tristan jones

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir ætti að komast í gegnum niðurskurðinn á Estrella Damm-mótinu á Spáni.

Valdís Þóra kom í hús á 72 höggum í dag sem er eitt högg yfir pari. Hún er því samtals á tveimur höggum undir pari en hún kom inn á frábæru skori í gær.

Valdís Þóra er sem stendur í fimmtánda sæti á mótinu ásamt fleiri kylfingum.

Niðurskurðarlínan er í tveimur höggum yfir pari þannig að óhætt að reikna með því að hún haldi áfram um helgina.

Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni um helgina og hefst útsending klukkan 9 um morguninn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira