Erlent

Hrædd um að Le Pen komist áfram

Lea Gestsdóttir Gayet, sem búsett er í París, er bæði íslenskur og franskur ríkisborgari og kaus í frönsku forsetakosningunum í dag. Hún hefur brennandi áhuga á pólitík, enda menntaður stjórnmálafræðingur frá Sorbonne-háskóla. Lea segir lítið annað hafa verið rætt á kaffihúsum og vinnustöðum en kosningarnar síðustu vikur.

Vísir/Sigurjón Ólafsson
Sjálf segist hún vera stressuð um að Le Pen komist áfram í síðari hluta kosninganna sem fram fara sjöunda maí. Þá verður kosið á milli þeirra tveggja sem fá flest atkvæði í dag.

Þó óvenjumargir séu óákveðnir í ár sitja Frakkar ekki á skoðunum sínum. Plaköt af frambjóðendum sem hanga um alla borg bera þess vitni eins og Lilja útskýrir í innslaginu hér við fréttina.

Ítarlega verður fjallað um frönsku forsetakosningarnar í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×