Handbolti

Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nataly Sæunn í leik með Stjörnunni.
Nataly Sæunn í leik með Stjörnunni. vísir/andri marinó
All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Þegar sjö mínútur voru til hálfleiks kom Nataly Sæunn Valencia, leikmaður Stjörnunnar, inn á í fyrsta sinn í leiknum.

Hún stoppaði þó stutt við því hún var ekki skráð á leikskýrslu. Eftirlitsmaðurinn Guðjón L. Sigurðsson tók eftir þessu og stöðvaði leikinn.

Stjarnan fékk tveggja mínútna brottvísun og Nataly fær ekki að taka frekari þátt í leiknum. Hún var eðlilega ósátt enda afar klaufalegt atvik.

Staðan var 9-12 þegar Nataly var send af velli. Í kjölfarið skoraði Grótta þrjú mörk í röð og jafnaði metin. Stjarnan skoraði svo þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks og fór með 12-15 forystu til búningsherbergja.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leiknum með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Í beinni: Grótta - Stjarnan | Síðast þurfti vítakeppni

Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×