Geðheilbrigðismál ungmenna í forgang Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 10:07 Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar