Enski boltinn

Touré vill helst spila án dómara í Manchester-slagnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Touré og félagar vinna ekki neinn titil á þessu tímabili.
Touré og félagar vinna ekki neinn titil á þessu tímabili. vísir/getty
Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, var langt frá því að vera ánægður með dómgæsluna í leik City og Arsenal í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Arsenal vann leikinn 2-1 og mætir Chelsea í bikarúrslitaleiknum 27. maí næstkomandi.

Sergio Agüero hélt hann hefði skorað í fyrri hálfleik en markið var dæmt af því dómararnir töldu að fyrirgjöf Leroys Sané hefði farið út af vellinum. Svo reyndist ekki vera.

„Dómararnir verða að hætta þessu. Ég er mjög vonsvikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist,“ sagði Touré ósáttur.

„Ef við tölum um dómara segir fólk að við séum að væla. En svo sjáum við endursýningarnar.“

City mætir grönnum sínum í Manchester United á fimmtudaginn og Touré segir að það væri e.t.v. best að spila án dómara.

„Kannski fáum við betri dómara á fimmtudaginn og kannski spilum við án dómara. Ég myndi kjósa það,“ sagði Touré sem hefur skorað sex mörk í 26 leikjum í vetur.


Tengdar fréttir

Wenger: Sanchez er eins og dýr inn á vellinum

Knattspyrnustjóri Arsenal var gríðarlega sáttur eftir 2-1 sigur á Manchester City í undanúrslitum enska bikarsins í dag en þetta er í þirðja skiptið sem Skytturnar komast í úrslitaleikinn á síðustu fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×