Enski boltinn

Cech: Meistaradeildarsæti er forgangsatriði en ekki bikarinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Meistaradeildin er aðalatriðið.
Meistaradeildin er aðalatriðið. vísir/getty
Petr Cech, markvörður Arsenal, segir það algjört forgangsatriði hjá liðinu að komast í Meistaradeildina sama hvað gerist í úrslitaleik enska bikarsins í lok tímabilsins.

Cech stóð vaktina í marki Arsenal að vanda þegar liðið lagði Manchester City í undanúrslitum bikarsins á sunnudaginn en Skytturnar eru komnar í úrslitin í þriðja sinn á fjórum árum.

Arsenal-liðið hefur komist í Meistaradeildina 19 ár í röð en er nú í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildinnar með 57 stig, sjö stigum frá fjórða sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni.

„Markmið okkar er að enda eins ofarlega og mögulegt er. Það yrðu gríðarleg vonbrigði að komast ekki í Meistaradeildina. Við verðum undir svakalegri pressu í síðustu leikjunum en það er ekkert annað í boði en að vinna alla leiki,“ segir Cech í samtali við Sky Sports.

„Við þurfum að halda áfram að ná í þrjú stig og vonast til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Úrslitaleikur bikarsins er í loka tímabilsins og það margt eftir að gerast áður en sá leikur verður spilaður,“ segir Petr Cech.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×