Golf

Jack Nicklaus og Kid Rock eru frábært golfpar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klesstu hann, félagi. Nicklaus er hér ungur í anda með rokkaranum á golfvellinum.
Klesstu hann, félagi. Nicklaus er hér ungur í anda með rokkaranum á golfvellinum. vísir/getty

Besti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, getur greinilega allt því honum tókst að vinna golfmót með rokkarann Kid Rock í sínu liði.

Þetta afar ólíklega golfpar spilaði saman á golfmóti á dögunum þar sem gamlar kempur spiluðu með þekktum einstaklingum.

Í úrslitaleiknum höfðu Nicklaus og Rock betur gegn kempunum Gary Player og Lee Trevino.

„Þetta var truflað maður,“ sagði Kid Rock eftir mótið. „Ég verð venjulega ekki stressaður en ég var pínustressaður í dag. Sem betur fer náði ég að spila vel með kallinum.“

Kid Rock er sleipur kylfingur og Nicklaus hrósaði honum eftir mótið. Sagði að hann hefði komið sér á óvart.

Öflugir. Nicklaus og Kid Rock fagna. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira