Tökumst á við áskoranirnar Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Við Gísli Sigurðsson, sem skrifar grein í Fréttablaðið 19. apríl, erum sammála um „að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina“. Það er ágætis byrjun á uppbyggilegri umræðu. Fiskeldi er í stöðugri sókn í heiminum og þar með talið í okkar heimshluta. Því veldur m.a. vaxandi fæðuþörf mannkynsins. Úr eldi kemur nú um það bil helmingur allrar matarframleiðslu í sjó og þar sem ekki eru fyrirsjáanlegar auknar veiðar að neinu marki er það augljóst að vaxtar er þörf í fiskeldi heimsins. Ekki síður vegur þungt að auðlindanotkun og vistspor sjávareldis er mun minna en landeldis.Sjókvíaeldi er í sókn Fiskeldi hefur þróast og mun þróast með mismunandi hætti, eftir aðstæðum. Landeldi gegnir sannarlega mikilvægu hlutverki og þannig verður það líka áfram. Við Íslendingar þekkjum það vel. Höfum stundað landeldi með góðum árangri og erum nú leiðandi í bleikjuframleiðslu í heiminum. Landeldinu eru hins vegar víða takmörk sett. Landrými er ekki endalaust svo dæmi sé tekið og fleira kemur til svo sem vistsporið, orku- og vatnsnotkun, svo dæmi séu nefnd. En sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan.Búnaðinum hefur fleygt fram Mikil þróun hefur verið í gerð alls búnaðar til fiskeldis; ekki síst sjókvíaeldis. Búnaðurinn er margfalt öruggari en áður. Umhverfisleg áhrif hafa orðið minni af fiskeldinu fyrir vikið. Hér á landi var tekin um það ákvörðun árið 2004 að loka stórum hluta standlengjunnar fyrir sjókvíaeldi og gengum við Íslendingar lengra að þessu leyti en aðrar þjóðir. Fiskeldisfyrirtækin leggja mikla fjármuni í að þróa búnað til þess að koma í veg fyrir sleppingar á laxi. Lokaðar kvíar eru sannarlega í þróun í þessum tilgangi, en þó ekki síst til að koma í veg fyrir lúsasmit. Unnið er að þróun á annars konar sjókvíum sem hafa sama tilgang. Norðmenn hafa sett hvata inn í sín fiskeldisleyfi fyrir fyrirtæki að þróa slíkar lausnir og er það sannarlega vel. Unnið er að þróun á geldfiski þó framleiðsla hans sé mjög takmörkuð. Íslensku fiskeldisfyrirtækin munu standa að slíkri þróunarvinnu með Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Hólum og leggja verkefninu til fjármuni. Engin ástæða er til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri þróunarvinnu eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.Tökumst á við áskoranirnar Fiskeldi á Íslandi er í raun agnarlítið og hefur á undanförnum árum byggst upp afar hægt. Ljóst er að næstu árin mun fiskeldið aukast en vöxturinn verður lítill í magni talið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að gera strangar umhverfiskröfur til fiskeldisstarfsemi okkar og eftir því hafa fiskeldisfyrirtækin kallað. Eðlilegt er að samhliða vaxandi fiskeldi fari fram virk vöktun, til þess að tryggja að fiskur sem kann að sleppa úr sjókvíum leiti ekki upp í laxveiðiárnar. Sú leið er fyrir hendi og á Íslandi hefur verið þróaður búnaður í þessu skyni. Fiskeldisfyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að koma að fjármögnun slíkrar vöktunar. Atvinnugreinar í vexti mæta sífellt áskorunum. Það á líka við um fiskeldið. Við eigum aldrei að gefast upp fyrir slíkum áskorunum enda verður þá aldrei nein framþróun. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir, mæta þeim og finna lausnirnar. Það er og verður viðfangsefni fiskeldisgreinarinnar í samvinnu við vísindasamfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við Gísli Sigurðsson, sem skrifar grein í Fréttablaðið 19. apríl, erum sammála um „að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina“. Það er ágætis byrjun á uppbyggilegri umræðu. Fiskeldi er í stöðugri sókn í heiminum og þar með talið í okkar heimshluta. Því veldur m.a. vaxandi fæðuþörf mannkynsins. Úr eldi kemur nú um það bil helmingur allrar matarframleiðslu í sjó og þar sem ekki eru fyrirsjáanlegar auknar veiðar að neinu marki er það augljóst að vaxtar er þörf í fiskeldi heimsins. Ekki síður vegur þungt að auðlindanotkun og vistspor sjávareldis er mun minna en landeldis.Sjókvíaeldi er í sókn Fiskeldi hefur þróast og mun þróast með mismunandi hætti, eftir aðstæðum. Landeldi gegnir sannarlega mikilvægu hlutverki og þannig verður það líka áfram. Við Íslendingar þekkjum það vel. Höfum stundað landeldi með góðum árangri og erum nú leiðandi í bleikjuframleiðslu í heiminum. Landeldinu eru hins vegar víða takmörk sett. Landrými er ekki endalaust svo dæmi sé tekið og fleira kemur til svo sem vistsporið, orku- og vatnsnotkun, svo dæmi séu nefnd. En sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan.Búnaðinum hefur fleygt fram Mikil þróun hefur verið í gerð alls búnaðar til fiskeldis; ekki síst sjókvíaeldis. Búnaðurinn er margfalt öruggari en áður. Umhverfisleg áhrif hafa orðið minni af fiskeldinu fyrir vikið. Hér á landi var tekin um það ákvörðun árið 2004 að loka stórum hluta standlengjunnar fyrir sjókvíaeldi og gengum við Íslendingar lengra að þessu leyti en aðrar þjóðir. Fiskeldisfyrirtækin leggja mikla fjármuni í að þróa búnað til þess að koma í veg fyrir sleppingar á laxi. Lokaðar kvíar eru sannarlega í þróun í þessum tilgangi, en þó ekki síst til að koma í veg fyrir lúsasmit. Unnið er að þróun á annars konar sjókvíum sem hafa sama tilgang. Norðmenn hafa sett hvata inn í sín fiskeldisleyfi fyrir fyrirtæki að þróa slíkar lausnir og er það sannarlega vel. Unnið er að þróun á geldfiski þó framleiðsla hans sé mjög takmörkuð. Íslensku fiskeldisfyrirtækin munu standa að slíkri þróunarvinnu með Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Hólum og leggja verkefninu til fjármuni. Engin ástæða er til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri þróunarvinnu eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.Tökumst á við áskoranirnar Fiskeldi á Íslandi er í raun agnarlítið og hefur á undanförnum árum byggst upp afar hægt. Ljóst er að næstu árin mun fiskeldið aukast en vöxturinn verður lítill í magni talið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að gera strangar umhverfiskröfur til fiskeldisstarfsemi okkar og eftir því hafa fiskeldisfyrirtækin kallað. Eðlilegt er að samhliða vaxandi fiskeldi fari fram virk vöktun, til þess að tryggja að fiskur sem kann að sleppa úr sjókvíum leiti ekki upp í laxveiðiárnar. Sú leið er fyrir hendi og á Íslandi hefur verið þróaður búnaður í þessu skyni. Fiskeldisfyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að koma að fjármögnun slíkrar vöktunar. Atvinnugreinar í vexti mæta sífellt áskorunum. Það á líka við um fiskeldið. Við eigum aldrei að gefast upp fyrir slíkum áskorunum enda verður þá aldrei nein framþróun. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir, mæta þeim og finna lausnirnar. Það er og verður viðfangsefni fiskeldisgreinarinnar í samvinnu við vísindasamfélagið.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun