Erlent

Obama gagnrýndur fyrir að þiggja 43 milljónir fyrir ræðuhöld

Atli Ísleifsson skrifar
Barack Obama lét af embætti Bandaríkjaforseta í janúar síðastliðinn.
Barack Obama lét af embætti Bandaríkjaforseta í janúar síðastliðinn. Vísir/AFP
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sætir nú gagnrýni fyrir að þiggja 400 þúsund Bandaríkjadala, jafnvirði um 42,6 milljóna íslenskra króna, fyrir að halda fyrirlestur fyrir fjárfestingabanka á Wall Street.

Í frétt BBC segir að fyrirlesturinn sem um ræðir sé hluti af heilbrigðisráðstefnu í september sem skipulögð er af fjárfestingabankanum Cantor Fitzgerald.

Þóknunin sem Obama fær fyrir fyrirlesturinn er nær tvöfalt hærri en þeir 225 þúsund dalir sem Hillary Clinton fékk fyrir þrjár ræður hjá Goldman Sachs fjárfestingabankanum árið 2015.

Margir gagnrýna ákvörðun Obama og segja það samræmast illa því sem hann hefur áður sagt um áhrif fjármálaheimsins á stjórnmál í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×