Enski boltinn

Barton dæmdur í 18 mánaða bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Er ferill Barton á enda?
Er ferill Barton á enda? vísir/getty
Ærslabelgurinn Joey Barton, leikmaður Burnley, var í dag dæmdur í 18 mánaða keppnisbann vegna veðmála.

Barton viðurkenndi að hafa veðjað á 1.260 leiki á árinum 2006 til 2016. Með því braut hann reglur enska knattspyrnusambandsins.

„Þessi ákvörðun neyðir mig eiginlega til þess að hætta í fótbolta,“ sagði Barton en hann ætlar þó að áfrýja niðurstöðunni.

Barton segist ekki hafa verið að reyna að hagræða úrslitum leikja og veðjaði ekki á eigin leiki.

„Ég játa að ég braut reglurnar um veðmál en mér finnst þessi refsing allt of hörð. Menn sem eru ekki eins umdeildir hefðu fengið vægari dóm,“ segir Barton en hann viðurkennir að vera veðmálafíkill.

„Ég hef verið að berjast við þessa fíkn lengi og afhenti enska knattspyrnusambandinu allar upplýsingar um það. Ég er svekktur að það hafi ekki verið virt í þessu samhengi.“

Leikmenn í átta efstu deildum Englands mega ekki veðja á úrslit knattspyrnuleikja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×