Erlent

Rúmlega þúsund handteknir í Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Vísir/AFP
Tyrknesk yfirvöld hafa greint frá því að til standi að handtaka 3.224 manns vegna gruns um að tengjast klerkinum Fettullah Gülen sem dvelur í útlegð í Bandaríkjunum.

NTV og CNN Turk greina frá þessu, en fjöldahandtökurnar eru þær umfangsmestu síðustu mánuði sem beinast gegn tengslanetinu sem Tyrklandsstjórn sakar um að bera ábyrgð á valdaránstilraun í landinu í fyrra.

Búið er að handtaka rúmlega þúsund af þeim sem aðgerðirnar beinast gegn, en innanríkisráðherra Tyrklands hefur áður sagt að aðgerðin beinist að bandamönnum Gülen innan lögreglu landsins.

Gülen hefur hafnað því að bera ábyrgð á valdaránstilrauninni og hefur Tyrklandsstjórn krafist þess að bandarísk yfirvöld framselji hann til Tyrklands til að hann geti verið sóttur til saka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×