Siglum inn í mikinn skort á geðlæknum Snærós Sindradóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Kleppur er víða. vísir/vilhelm Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira