Vilja funda með Ólafi fyrir luktum dyrum Haraldur Guðmundsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Ólafur Ólafsson hefur óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem þeir Njáll Trausti Friðbertsson og Brynjar Níelsson sitja. vísir/anton brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira