Golf

Ólafía Þórunn á þremur yfir pari eftir fyrsta hringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn þarf að spila betur á morgun.
Ólafía Þórunn þarf að spila betur á morgun. Mynd/Let/Tristan Jones

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni og fer fram á Las Colinas vellinum í Texas.

Ólafía Þórunn var á þremur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar þar sem hún fékk þrjá skolla.

Ólafía Þórunn náði sér betur á strik á seinni níu holunum þar sem hún fékk einn fugl, sex pör og tvo skolla.

Ólafía Þórunn er í 88.-100. sæti á mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira