Golf

Ólafía Þórunn á þremur yfir pari eftir fyrsta hringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn þarf að spila betur á morgun.
Ólafía Þórunn þarf að spila betur á morgun. Mynd/Let/Tristan Jones

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni og fer fram á Las Colinas vellinum í Texas.

Ólafía Þórunn var á þremur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar þar sem hún fékk þrjá skolla.

Ólafía Þórunn náði sér betur á strik á seinni níu holunum þar sem hún fékk einn fugl, sex pör og tvo skolla.

Ólafía Þórunn er í 88.-100. sæti á mótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira